140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[15:26]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta víkur huganum einmitt að þeim hagrænu þáttum sem hér eru undir og því hvernig auðlindir okkar nýtast sem best til að afla tekna fyrir land og þjóð. Ekki hefur verið laust við það að ferðaþjónustan hafi verið að skila töluverðu núna undanfarið og þá erum við að tala um að 80% af þeim ferðamönnum sem hingað koma komi til að njóta íslenskrar náttúru (Gripið fram í.) en ekki til að skoða raflínur eða virkjanir. Við þurfum því að gæta sérstaklega vel að þeirri auðlind sem er grundvöllur ferðaþjónustunnar en sú auðlind er einmitt náttúruvernd (JónG: Hún er nýting. Sjáðu Bláa lónið.) og hún er auðvitað mikilvæg þar. (Gripið fram í.)

En varðandi tímasetningar sem þingmanninum eru ofarlega í huga er rammaáætlun forgangsverkefni hjá okkur iðnaðarráðherra báðum og skiptir miklu máli að koma henni sem allra fyrst til þingsins.