140. löggjafarþing — 57. fundur,  15. feb. 2012.

fundarstjórn.

[16:14]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Þau tíðindi voru að berast að Hæstiréttur var að fella dóm í málum vegna gengistryggðra lána þar sem Hæstiréttur skammar okkur þingmenn fyrir að hafa samþykkt afturvirk og íþyngjandi lög á neytendur. Það stenst sem sagt ekki. Ég fer fram á að þingfundur verði rofinn og efnahags- og viðskiptanefnd verði boðuð á fund til að ræða dóminn og áhrif hans.