140. löggjafarþing — 57. fundur,  15. feb. 2012.

fundarstjórn.

[16:23]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Enn á ný hefur þessi verklausa ríkisstjórn verið dæmd. Nú kemur Hæstiréttur og dæmir ríkisstjórnina enn á ný.

Virðulegi forseti. Nú hlýtur þessi ríkisstjórn að fara frá. Það getur ekki annað verið en að ríkisstjórnin fari frá vegna þess að við framsóknarmenn hér í þinginu vöruðum alla tíð við þessu. Í júní 2010 var viðtal við mig í Morgunblaðinu þar sem ég túlkaði dóm Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin á þann hátt sem Hæstiréttur er að dæma í dag.

Ég vil óska Íslendingum til hamingju með að í dag er það sýnt að dómsvaldið er sjálfstætt frá framkvæmdarvaldinu. Það er alveg sama hvað núverandi ríkisstjórn kemur til með að setja mörg ólög, dómskerfið virkar og það er okkar akkeri í þessu máli nú sem endranær. Ég minni á að þetta er annar dómur Hæstaréttar sem ríkisstjórnin fær á sig og henni ber að kveðja þessa stóla hér og fara (Forseti hringir.) og hleypa nýju fólki að.