140. löggjafarþing — 57. fundur,  15. feb. 2012.

reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni.

21. mál
[18:30]
Horfa

Frsm. velfn. (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir að hafa haft frumkvæðið að því að leggja þetta mál fyrir og fyrir hennar orð hér um vinnu okkar í velferðarnefnd.

Ég vil að lokum þakka velferðarnefnd kærlega fyrir samstarfið í þessu máli og ekki síst starfsmönnum okkar í velferðarnefnd sem aðstoðuðu og héldu mjög vel utan um það. Þetta er mitt fyrsta formlega mál sem framsögumanns og þetta var gott mál til þess.