140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

mannabreytingar í nefndum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

„Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á skipan í nefndir:

Jónína Rós Guðmundsdóttir tekur sæti Oddnýjar Harðardóttur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Magnús Orri Schram tekur sæti Jónínu Rósar Guðmundsdóttur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Sigmundur Ernir Rúnarsson tekur sæti Magnúsar Orra Schrams í atvinnuveganefnd.

Árni Páll Árnason tekur sæti Sigmundar Ernis Rúnarssonar í utanríkismálanefnd.

Magnús Orri Schram tekur sæti Oddnýjar Harðardóttur í þingskapanefnd.

Magnús Orri Schram tekur sæti Oddnýjar Harðardóttur sem varamaður í atvinnuveganefnd.

Árni Páll Árnason tekur sæti Oddnýjar Harðardóttur sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Sigmundur Ernir Rúnarsson tekur sæti Magnúsar Orra Schram í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.

Árni Páll Árnason tekur sæti Oddnýjar Harðardóttur í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.

Magnús Orri Schram tekur sæti Oddnýjar Harðardóttir sem varamaður í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.“

Undir þetta ritar, fyrir hönd Samfylkingarinnar, Magnús Orri Schram.