140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

breytingartillaga og kostnaðarmat við 6. mál.

[14:52]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég fagna einfaldlega úrskurði hæstv. forseta um þetta mál. Hann er alveg hárréttur. Það er rangt sem kemur fram í málflutningi hv. þm. Birgis Ármannssonar og Péturs Blöndals um að þessi þingsályktunartillaga sé gerbreytt. Hún er í öllum meginatriðum alveg nákvæmlega eins og upprunalega tillagan sem gekk út á það að málið færi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til skoðunar. Síðan yrði það sent til stjórnlagaráðs til endanlegrar umfjöllunar sem mundi svo sennilega aftur senda það til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þar yrði tekin ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu. Dagsetningum hefur verið hnikað til vegna þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vandaði vinnu sína mjög í málinu og það tafðist þess vegna. En í öllum meginatriðum er um nákvæmlega sömu þingsályktunartillögu að ræða og hún hefur verið unnin í samráði við alla flutningsmenn málsins. Ég bið því menn að vera ekki að fara með rangt mál.