140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

breytingartillaga og kostnaðarmat við 6. mál.

[15:00]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Í a-lið breytingartillögunnar segir að stjórnlagaráð verði, með leyfi forseta:

„… kallað saman að nýju til sérstaks fjögurra daga fundar í byrjun mars til að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að mögulegum breytingum á frumvarpinu, sem og um aðra þætti í frumvarpinu sem ráðinu þykir þurfa.“

Ég óska eftir því við virðulegan forseta að þessar spurningar sem og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar liggi fyrir áður en umræða hefst.