140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

breytingartillaga og kostnaðarmat við 6. mál.

[15:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þær upplýsingar sem hér hafa komið fram. Mér finnst raunar sjálfsagt að þegar málum er breytt svona mikið að flutningsmenn gefi skriflegt leyfi og það komi fram í nefndaráliti þeirrar nefndar sem flytur nýtt mál að þeir hafi fallist á það, en ef þeir eru á móti því séu þeir teknir út sem flutningsmenn málsins. Þetta finnst mér vera það fyrsta.

Svo er ég mjög ánægður með að heyra hjá formanni nefndarinnar að kostnaðarmat muni koma fram þannig að menn haldi sig við það prinsipp að minnsta kosti í orði þó að það sé ekki á borði.