140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hyggst klára ræðu mína, sem hv. þingmaður saknaði. Stjórnlagaráð verður beðið að endurskoða og fara yfir kaflann um það sem snýr að störfum forseta Íslands, enda ekki vanþörf á miðað við ræðu hans hér við þingsetningu. Það verður beðið um að athuga hvort nauðsynlegt sé að ítarlegt kosningakerfi verði í stjórnarskrá. Það þarf að athuga hvort stjórnlagaráðið sé tilbúið að hreyfa eitthvað til þá þröskulda um þjóðaratkvæðagreiðslur sem settir eru í stjórnlagatillögunum, hvort þingsköp eigi að vera í stjórnarskrá, hvernig fjölskipað stjórnvald eigi við það að ráðherrar geti sagt sig frá málum. Einnig eru tvö lítil atriði, í 97. gr. og 113. gr., sem þau verða einnig beðin um að segja álit sitt á, ég mun í síðara andsvari greina nákvæmlega hvað það er, ég komst ekki yfir það á þessari mínútu.