140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt að ekki er mikill tími til stefnu. Það er hins vegar alveg nægur tími ef vilji þingsins stendur til þess að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. (Gripið fram í.) Mér heyrist hins vegar á því hvernig skapið er hér í fólki í dag að það þurfi kannski að tala svolítið mikið um það. Enda er það alveg ljóst að það er ekki vilji hluta stjórnarandstöðunnar að hreyfa við stjórnarskránni. (Gripið fram í.)

Svo að ég svari hinni spurningunni þá hefur því ekki verið velt upp, nei, að færa þetta til. En ég útiloka aldrei neitt og auðvitað er það í spilunum að velta því upp. En stutta svarið er: Nei, því hefur ekki verið velt upp.