140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að biðja forseta og þingheim afsökunar á því hvað ég kem hlutum illa frá mér hér. Þegar ég sagði að það þýddi ekki að ræða þetta efnislega í nefndinni er það vegna þess að hluti nefndarinnar segir alltaf: Ég er á móti þessu öllu, ég tala ekki um þetta og þar fram eftir götunum. (Gripið fram í: Já.) En tillögurnar voru vissulega bornar fram og sagt frá því að þetta væru þeir þættir sem meiri hlutinn hygðist bera undir stjórnlagaráð. (Gripið fram í.) Já, það var gert. Ég þyrfti að leita — ég held að ég hafi ekki borið það undir atkvæði, en það var alveg ljóst að það voru örugglega þrír á móti en örugglega sex með. (Gripið fram í: Borið undir lýðræðislega …) (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … í nefndinni.)