140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[20:45]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að þakka þingmanninum fyrir fína ræðu. Ég verð að viðurkenna að ég deili áhyggjum hennar af tímaskortinum og viðbrögðum sumra þingmanna. Ég held að dagurinn í dag hafi verið ágætissýnishorn.

Ég vil líka þakka fyrir þá söguskýringu sem kom fram í byrjun ræðunnar þar sem þingmaðurinn fór mjög vel yfir aðkomu Framsóknarflokksins að málinu, hvað Framsóknarflokkurinn á stóran part í því og ég held að við eigum að þakka fyrir það. Þess vegna vil ég líka spyrja þingmanninn af hverju þingflokkur Framsóknarflokksins velur fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem er algjörlega á móti málinu.