140. löggjafarþing — 60. fundur,  22. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mikil umræða varð um þetta í gær og mörgum var mikið niðri fyrir. Hér er einfaldlega verið að greiða atkvæði um hvort kalla megi fulltrúa í stjórnlagaráði saman til að fjalla um nokkur álitamál sem meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill ræða við þau um, um tillögur stjórnlagaráðsins til stjórnarskrár áður en þær fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér er illskiljanlegt að þingmenn hafi á móti slíku samráði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)