140. löggjafarþing — 60. fundur,  22. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:47]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég fagna þessum áfanga í þessari merkilegu vegferð sem við erum á sem þjóð. Við erum að fá tækifæri til að búa til nýjan samfélagssáttmála. Við erum að fá tækifæri til að sjá þjóðina skrifa sína stjórnarskrá fyrir sig. Mér finnst ferlið í kringum þetta mál mjög gott þó að auðvitað hafi verið vankantar á því. Við erum að gera þetta í fyrsta skipti. Ég skora á þingmenn að taka höndum saman í að hlusta á og kalla eftir dómgreind þjóðarinnar þannig að við vitum nákvæmlega hvernig hún vill að við höldum áfram með þetta mál. (Gripið fram í: Þingmenn eru þjóðkjörnir.)