140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

matvæli.

488. mál
[11:16]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að óska þingheimi til hamingju með þetta frumvarp. Þetta er jákvætt skref til bættar lýðheilsu landsmanna en ekki síður er þetta jákvætt skref til merkis um góð og farsæl vinnubrögð meðal þingmanna.

Hér er sem sagt verið að gera að lögum gott mál sem byggt er á grunni þingsályktunartillögu frá þingmanni í stjórnarandstöðu. Það er svo þingmaður í stjórnarandstöðu sem tekur að sér málið í nefnd og því næst tekur meiri hluti nefndarinnar, sem er að sjálfsögðu skipaður fólki úr öllum flokkum, málið fyrir og breytir því og gerir að frumvarpi.

Það er vel hvernig þingið hefur staðið að þessu máli og ég óska því til hamingju með það.