140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

náttúruvernd.

63. mál
[11:21]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að fagna þessu frumvarpi rækilega. Hér er verið að senda mjög sterk skilaboð til landsmanna og ferðamanna sem sækja Ísland heim á ári hverju. Fyrir 30 árum komu um það bil 100 þús. erlendir ferðamenn til Íslands. Við sjáum fram á að um milljón erlendir ferðamenn sæki Ísland heim á næstu árum og við erum að bregðast við því. Álagið á vegi, land og helstu náttúruperlur Íslands er að verða of mikið. Þess vegna þurfum við að dreifa ferðamönnum betur yfir árið og betur yfir landið.

Þetta frumvarp tekur á ósið sem verið hefur hér víða um land þegar kemur að utanvegaakstri. Við eigum að láta náttúruna njóta vafans í öllum tilvikum en ekki jeppadekkin, ekki landþrjótana. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)