140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

húsaleigubætur.

112. mál
[12:56]
Horfa

Flm. (Guðmundur Steingrímsson) (U) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er varla andsvar heldur bara árétting. Ég greini einmitt frá því í greinargerð með frumvarpinu að taka þurfi tillit til þess sem hv. þm. Lúðvík Geirsson kom inn á, að það sé náttúrlega verið að endurskoða allt húsnæðisbótakerfið. Ég lít því svo á, eins og ég fjallaði um í ræðunni, að við mundum vera að brúa ákveðið millibilsástand sem bæði lýsir sér í ástandi á húsnæðismarkaði og því að nýtt húsnæðisbótakerfi hefur ekki enn litið dagsins ljós en er um það bil að gera það.