140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

frekari aðkoma stjórnlagaráðs að vinnu við stjórnarskrá.

[13:39]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé betra að kalla til baka á meðan tækifæri gefst, hvort heldur það er þingsályktun, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði í landsdómsmálinu, eða hugsanlega þessi þingsályktun, til að fara betur yfir ferli eða hætta við það verkefni sem fyrirhugað er, í stað þess að fá yfir sig hæstaréttardóma vegna ömurlegra lagasetninga á Alþingi. (Gripið fram í.) Þá er skárra að fara hina leiðina og vanda sig meira.