140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

frekari aðkoma stjórnlagaráðs að vinnu við stjórnarskrá.

[13:40]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil ræða um fundarstjórn forseta varðandi það að setja á dagskrá á þriðjudaginn að ljúka þingsályktunartillögu um að kalla saman stjórnlagaráð á ný. Ég vek athygli á því sem verið hefur aðeins til umfjöllunar og var rætt á fundi forsætisnefndar áðan, að formaður stjórnlagaráðs telur að ýmsir ágallar séu á því og það sé í raun ekki stjórnlagaráðið í heild sinni sem sé kallað til verksins heldur komi þar að einstakir stjórnlagaráðsmenn. Þá veltir maður fyrir sér hvort réttar forsendur hafi verið gefnar fyrir umræðunni á þriðjudaginn, hvort ekki hefði verið eðlilegra að upplýsa þingið og þingmenn og forseta þingsins um stöðu mála, hvort það sé virkilega þannig að við fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sé kappið svo mikið að það beri menn svo mikið (Forseti hringir.) af leið að þeir gleymi að vanda sig.