140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

frekari aðkoma stjórnlagaráðs að vinnu við stjórnarskrá.

[13:41]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég held að það sem komið hefur fram í þessu efni bara í dag muni undirstrika enn frekar hversu óljóst það ferli er sem samþykkt var af meiri hluta þingsins í gær að fara í. Jafnvel næstu skref eru mjög óljós, jafnvel það sem á að gerast á næstu dögum og næstu kannski tveim vikum er enn þá mjög óljóst. Í ljósi þess verður maður að líta svo á að málið hafi ekki verið tilbúið til afgreiðslu í þinginu í gær eða í fyrradag.