140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

skuldamál heimilanna.

[15:21]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan hefur nýlegur dómur komið róti á þessa hluti alla saman og hv. þingmenn hafa reynt að endurmeta stöðuna. Margir þingmenn hafa sett fram hugmynd að lausnum í fjölmiðlum. Hv. þm. Helgi Hjörvar er einn þeirra. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasti hv. þingmaður er að velta þessum hlutum fyrir sér og reyna að finna færar leiðir. Ég tel að það sé ábyrgt að skoða allar leiðir sem settar eru fram með opnum huga en það er líka ábyrgt að horfa á stöðu ríkissjóðs og hafa í huga að það er hagur okkar allra, Íslendinga, að þar náum við endum saman. Það græða allir á því, líka skuldug heimili, að við höldum okkur við þá áætlun að koma á heildarjöfnuði (Forseti hringir.) í ríkisfjármálum.