140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

tollar og vörugjöld.

441. mál
[16:30]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla að byrja á því að gera athugasemd við orð síðasta hv. ræðumanns vegna þess að það er ekki rétt að ekkert hafi verið gert á því tímabili sem hann vísar til, heldur þvert á móti var mikið tekið til í þessum málum, en ég get alveg fallist á að það er margt ógert.

En ég verð að gera athugasemd við ræðu hæstv. fjármálaráðherra vegna þess að það er algjörlega óásættanlegt að allir hlutir séu bara settir til hliðar vegna aðildarumsóknar okkar í Evrópusambandið. Afsakið, en við sjáum það bara í fréttum síðast í dag að umsóknin er út og suður innan ríkisstjórnarinnar, við vitum ekkert hvenær eða hvort þessu ferli lýkur yfirhöfuð einhvern tímann. Ég ætla að brýna hæstv. fjármálaráðherra til verka við lagfæringar á vörugjalda- og tollakerfi hér innan lands. Það þarf ekki að bíða eftir Evrópusambandinu til að lagfæra það, að sníða af einhverjar ambögur og vitleysu um hvort ristað brauð sé lárétt eða lóðrétt. (Forseti hringir.) Ég hvet hæstv. fjármálaráðherra til dáða í þessum efnum.