140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

tollar og vörugjöld.

441. mál
[16:34]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þessa ágætu umræðu. Ég taldi mig svara mjög skýrt áðan og reyndar sagði ég í fyrra svari mínu að hafin væri vinna innan ráðuneytisins við endurskoðun á vörugjöldunum. Það væri ekki aðeins vegna þess að neysluvenjur Íslendinga hefðu breyst, heldur vegna þess að bæta þyrfti samræmingu og hagkvæmni í álagningu gjalda, vinnan við það er hafin. En ég lagði ekki að jöfnu tolla og vörugjöld. Ég tók það fram að þegar þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um aðild Íslands að Evrópusambandinu þyrfti þjóðin að taka afstöðu til breytinga á ýmsum liðum vörugjalda og tolla sem fylgja munu þeim samningum, enda er þetta efnahagsbandalag sem gengur meðal annars út á (Gripið fram í.) þessi gjöld.

Við erum í umsóknarferli núna og við sjáum fyrir að það muni gerast. Það mun ekki stöðva okkur í því að endurskoða vörugjaldið eða fara yfir tollalöggjöfina, þvert á móti. Við erum nú þegar byrjuð á því starfi og vonandi get ég komið með niðurstöðu þess starfs sem fyrst úr þessum ræðustól.