140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[15:44]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég er ekki alveg viss um að þingheimur skilji hvaða frumvarp er hér á ferð [Kliður í þingsal.] og til hvers það er flutt og fagna því að málið skuli þess vegna koma aftur fyrir hina háu umhverfis- og samgöngunefnd. Ég æski þess að fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í þeirri nefnd taki virkari þátt í störfum nefndarinnar því að þessar óskir sem nú koma fram um gesti í nefndinni hafa ekki komið fram áður, kannski vegna þess að þeir hv. þingmenn sem sitja í nefndinni af hálfu þessara flokka hafa ekki haft áhuga á málinu eða þeim forsendum sem það á sér í kadmíum, díoxíni og iðnaðarsalti. (Gripið fram í.) Ég heyri svolítið að menn eru hissa og bregðast við hér þegar ég skýri af hverju (Gripið fram í.) málið er flutt og ég fagna því. (Forseti hringir.) [Kliður í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð í salnum.)