140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sannarlega ekki rangt sem hv. þm. Birgir Ármannsson segir um hvernig gögnin munu verða til og aðgengileg öllum, en það er villandi. Það er villandi hvernig hann segir það vegna þess að gögnin verða á tvist og bast um allt kerfið. Hver og einn sem ætlar að ná í eitthvað þar þarf að segja af hverju, um hvað er málið, ekki bara sem er þarna. Það þarf að greina mjög sérstaklega frá því. Ég trúi að þeir sem hafa starfað í blaðamennsku eða við fjölmiðla viti að það er ekki einfalt að benda sérstaklega á þau gögn sem maður ætlar að fá.

Það sem hv. þingmaður sagði var rétt en það var villandi, vegna þess að gögnin verða tvist og bast. Það verður ekki auðvelt að ná í þau. Það mun aldrei neinn vita hvort hann hafi náð í allt sem skipti máli og gögnin sem saksóknari aflar sérstaklega verða ekki þar.