140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað á hausatalning hvað varðar afstöðu gesta á nefndafundum ekki að ráða úrslitum mála. (Gripið fram í.) En hyggur hv. þm. Magnús Norðdahl að þeir lögfræðingar sem komu fyrir nefndina og voru að yfirgnæfandi meiri hluta til þeirrar skoðunar að Alþingi hafi heimild til þess að afturkalla ákæruna vaði í tómri villu og svíma? Telur hann að það hafi verið tilviljun að fræðimenn á þessu sviði — þá er ég ekki að tala um þá sem kenna vinnurétt eða neytendarétt, heldur þá sem eru fræðimenn á þessu sviði — séu samdóma í áliti sínu? Sama má spyrja varðandi saksóknara Alþingis, varasaksóknara, núverandi ríkissaksóknara og fyrrverandi ríkissaksóknara.