140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:18]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég rakti í máli mínu af hverju ég teldi að fella ætti brott ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ég tel enn að tveir stærstu ákæruliðirnir hafi verið felldir brott og að sú ástæða ein nægi Alþingi til að bera upp og ganga til atkvæða um þessa afturköllun ákæru. Umræður mínar um landsdóminn eru einfaldlega vegna þess að mér þykir Alþingi Íslendinga í þessu tilviki — það hefur aldrei komið til kasta Alþingis áður að fjalla um ráðherraábyrgð og draga ráðherra til ábyrgðar. Mér finnst ýmislegt, og það kann að vera byggt á tilfinningum og ekki rökhyggju og ekki skynsemi en ég held samt að svo sé, og þar á meðal að okkur farist það frekar illa úr hendi. Af þeim sökum kom það inn í ræðu mína að við ættum að hafa kjark til að afnema lög um landsdóm.