140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég ítreka að ekki hafa komið fram nein efnisleg rök til að kalla aftur ákæruna fyrir landsdómi. Ég skora á þingmenn að verða ekki til þess að öllum þeim málsgögnum sem munu liggja fyrir í næstu viku verði sópað undir teppið í allt að 30–80 ár.