140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:18]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ef Alþingi hefur það vald að afturkalla kæru vegna brota á lögum um ráðherraábyrgð fylgir því valdi mikil ábyrgð. Sú ábyrgð er listuð upp, skilyrðin eru listuð upp, í lögum um meðferð sakamála sem eru sett og tóku gildi 1. janúar 2009 til fyllingar lögum um landsdóm. Í meðferð nefndarinnar kom ekkert það fram sem bendir til þess að nein ný gögn eða neinar nýjar efnislegar forsendur eða sjónarmið liggi til þess að afturkalla eigi ákæru. Það er rökrétt niðurstaða af þessum störfum nefndarinnar að vísa þessari tillögu frá. Með því lýsir Alþingi því yfir að það hefur ekki afskipti af málum fyrir dómstólum.

Ég skora á þingheim að styðja þessa frávísunartillögu.