140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:22]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu um afturköllun ákæru fyrir landsdómi til ítarlegrar efnislegrar umfjöllunar undanfarnar vikur. Fyrir liggur nefndarálit meiri hluta nefndarinnar sem byggir á skýrum efnislegum og málefnalegum rökum um frávísun tillögunnar. Ég tek heils hugar undir það álit og hvet þingheim til þess sama.