140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:42]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Að mínu mati hefur ekkert nýtt efnislega komið fram sem réttlætir afturköllun ákæru. Ég tel ekki rétt að Alþingi grípi inn í landsdómsferlið, sem er hafið. Ferlið er óumdeilanlega hafið. Að þessu leyti er ég sammála þeim gömlu fræðimönnum sem segja að slíkt megi ekki gera og það eru þeir Ólafur Jóhannesson og Bjarni Benediktsson ásamt fleirum.

Því styð ég þessa frávísunartillögu og segi já.