140. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2012.

Hof á Akureyri og fjárframlög úr ríkissjóði.

425. mál
[17:08]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir þessa umræðu. Ég vil bæta aðeins við þó að hæstv. ráðherra hafi farið mjög ítarlega í gegnum forsöguna varðandi fjárframlagið, hvað snýr að menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra út í afstöðu hennar til annarra menningarhúsa á landsbyggðinni og hvernig hún telji best að styðja við menningarstarfsemi úti á landi, hvort hentugast sé að fara þá leið sem hér hefur verið farin, að setja stofnstyrki í húsnæði, eða hvort það sé árangursríkara eða síður líklegt til árangurs að setja styrki í ákveðin verkefni eða starfsemi, jafnvel hjá frjálsum félagasamtökum.