140. löggjafarþing — 68. fundur,  12. mars 2012.

gjaldeyrismál.

608. mál
[18:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svarið. Getur verið að peningarnir fari í hring, þ.e. að menn kaupi evrur fyrir krónurnar sem þeir fá í afborgun, kaupi svo aflandskrónur og komi þeim til Íslands aftur og kaupi aftur skuldabréf til að geta flutt peningana aftur og aftur og grætt á gjaldeyrishöftunum? Er þetta ekki næg vísbending fyrir hv. þingmann og meiri hlutann á Alþingi um að gjaldeyrishöftin séu stórlega skaðleg? Menn munu örugglega finna aðrar snjallar leiðir til að komast hjá þeim þó að ég sé nú ekki að leggja það til.

Síðan vil ég spyrja: Hvernig datt mönnum í hug að hafa afborganir inni í þessum undanþágum á sínum tíma? Það hefði alveg dugað að hafa verðbætur og vexti.