140. löggjafarþing — 71. fundur,  13. mars 2012.

tollalög o.fl.

584. mál
[15:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Fyrir þessu máli var mælt á þingfundi í gær og það hefur verið til umfjöllunar í hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Þetta er út af fyrir sig gamall kunningi í þinginu, það er verið að dreifa greiðslum fyrir innflytjendur sem þurfa að standa skil á gjöldum í ríkissjóð. Það er breiður stuðningur við málið í hv. efnahags- og viðskiptanefnd, ekki voru gerðar tillögur um neinar breytingar á því og ég mæli þess vegna með því að það verði gert að lögum