140. löggjafarþing — 72. fundur,  13. mars 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[15:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það var fúslega orðið við hinni frómu ósk hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar. Að sjálfsögðu er það réttur þingmanns og skylda að setja sig inn í öll mál sem til umfjöllunar eru í þinginu.

Það er samt undarlegt í ljósi þess að 2. umr. þessa máls var yfirstaðin og ég var ein þátttakandi í þeirri umræðu. Hv. þingmaður var víðs fjarri og hin margumtalaða umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fékk að sjálfsögðu umsagnarbeiðni um þetta mál en sendi ekki inn umsögn og gerði ekki viðvart um nokkurn skapaðan hlut fyrr en málið var komið hingað í atkvæðagreiðslu. Þetta eru því óneitanlega sérkennilegar aðstæður, þ.e. að hvetja til umfjöllunar um umsögn sem ekki hefur borist og ekki liggur fyrir en sjálfsagt og eðlilegt að verða við þeirri ósk enda var það gert.

Nú hefur nefndin sem sagt tekið málið til umfjöllunar og ítrekað áður fengna niðurstöðu í málinu með þeim breytingartillögum sem voru kynntar eftir 2. umr. og eru lagðar hér fram að nýju óbreyttar.