140. löggjafarþing — 72. fundur,  13. mars 2012.

almenn hegningarlög.

137. mál
[19:01]
Horfa

Flm. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir því frumvarpi sem forseti kynnti. Það hefur áður verið lagt fram á Alþingi og fyrir því mælt og ég vísa til fyrri ræðu minnar við þá framlagningu um efni málsins. Í meginatriðum lýtur það að því að auka heimildir yfirvalda til að haldleggja ólögmætan hagnað af ólöglegri starfsemi.