140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

netfærsla af nefndarfundi.

[15:50]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. 19. gr. um þingsköp er ný grein. Á undanförnum áratugum hefur það aldrei þótt tiltökumál að menn ræddu það sem væri fjallað um á nefndarfundum í framhaldi af fundunum og í tengingu við þá.

Það getur verið vandasamt að túlka þessa nýju grein en við höfum til að mynda hæstv. ráðherra í sitjandi ríkisstjórn sem hefur brotið lög án þess að sæta ábyrgð. Það er svo sem ekki nýtt í gegnum tíðina.

Hið sama má segja um hæstv. forsætisráðherra og um stjórnlagaráð sem situr gegn dómi Hæstaréttar. Til hvers eiga gestir að koma í heimsókn og hitta alþingismenn, til að mynda á nefndarfundum, og ekki er sérstaklega fjallað um í trúnaði, (Forseti hringir.) ef ekki má segja frá því? (VigH: Rétt.)