140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[16:29]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Um leið og ég fagna því að þetta mál sé komið hér til afgreiðslu vil ég geta þess að hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir lagði á sig gríðarlega mikla vinnu við vinnslu þessa máls og skilaði inn greinargerð upp á 40 blaðsíður. Liggur þar að baki mikil rannsóknarvinna hennar ásamt ritara umhverfis- og samgöngunefndar. Ég vil bara geta þess að það er afar fátítt að þingmenn vinni mál með svo vönduðum hætti. Það er framúrskarandi og lofsvert. [Frammíköll í þingsal.]