140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[16:37]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Við í 2. minni hluta velferðarnefndar tökum undir þau sjónarmið sem birtast okkur í frumvarpinu og munum greiða atkvæði með því að öðru leyti en því að við leggjum til eina breytingu sem varðar 3. mgr. 13. gr. um ábyrgð lækna á læknisfræðilegri greiningu og meðferð sjúklinga. Það er orðalagsbreyting. Jafnframt leggur 1. minni hluti til að þetta ákvæði, 3. mgr. 13. gr., falli brott en við getum ekki stutt þá breytingartillögu 1. minni hluta en styðjum aðrar breytingartillögur hans.

Ég vil þakka fyrir ágætt samstarf í nefndinni og hvet til þess að þegar málið fer aftur til nefndar milli funda að við skoðum betur þetta ábyrgðarákvæði og ég veit að það verður rætt með opnum hug í nefndinni.