140. löggjafarþing — 74. fundur,  15. mars 2012.

umboðsmaður skuldara.

576. mál
[11:14]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða frumvarp sem er flutt sameiginlega af velferðarnefnd, einfalt mál sem felur það í sér að verið er að færa inn í upphafleg lög um umboðsmann skuldara breytingar sem voru gerðar í sérstökum lögum og Alþingi samþykkti í desember sl. varðandi greiðslukostnað við rekstur umboðsmanns skuldara þannig að það sé fullt samræmi í þessari lagasetningu. Ég legg til að þingheimur staðfesti þetta frumvarp.