140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

efling græna hagkerfisins á Íslandi.

7. mál
[14:45]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Umhverfisvernd er ekki bara nauðsynleg, hún er líka skynsamleg fyrir Íslendinga. Í umhverfisvernd og eflingu græna hagkerfisins liggja framtíðarmöguleikar okkar í atvinnuuppbyggingu og á það er lögð áhersla hér í 50 tillögum. Þessar tillögur sýna einnig að við eigum nokkuð langt í land í umhverfisvernd eins og til dæmis varðandi endurvinnslu og ýmislegt, tölur um alþjóðlegan samanburð sýna að Ísland er dálítið sóunarsamfélag. Hér er lagt til að lyfta grettistaki í þeim efnum. Hér fer sem sagt saman, og það er mikið ánægjuefni, umhverfisvernd sem er nauðsynleg og uppbygging sem er skynsamleg og nauðsynleg líka.

Ég vil þakka kærlega fyrir störfin í nefndinni um græna hagkerfið. Ég sat í þeirri nefnd og vil þakka kærlega fyrir mjög gott samstarf og formaður nefndarinnar, (Forseti hringir.) hv. þm. Skúli Helgason, á mikið hrós skilið fyrir öfluga verkstjórn og gott utanumhald.