140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

efling græna hagkerfisins á Íslandi.

7. mál
[14:54]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Þessi tillaga var ein þeirra sem ég setti fyrirvara við í vinnu nefndarinnar sökum þess að ég taldi að þrátt fyrir að tilgangurinn væri ágætur væri sú staða uppi á Íslandi að of miklar álögur væru nú þegar á bifreiðaeigendur. Ég taldi því að fara bæri mjög varlega í þessu. Ég styð aftur á móti þá útfærslu sem atvinnumálanefnd hefur lagt til, ég tel að það sé ágætisleið til að mæta þessu máli að gjaldið verði ekki hækkað frekar, og reyndar tel ég að ástæða sé til að skoða það að lækka þessi gjöld þegar til lengri tíma er litið. Núverandi álögur eru of miklar og verð á bensíni og orkugjöfum er bara of hátt fyrir almenning á Íslandi. Breytingin nú er til hins betra og ég styð hana þess vegna með atkvæði mínu.