140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

skipulagslög.

105. mál
[15:01]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég fagna því að við skulum hafa náð samstöðu, ekki bara í umhverfis- og samgöngunefnd hinni háu heldur hér í þingsalnum um að setja hæstv. umhverfisráðherra sérstakan frest til þess að fjalla um skipulagstillögur í þeim undantekningartilvikum að Skipulagsstofnun sendir þær til ráðherra til staðfestingar. Ég held að það sé eðlilegur frestur og tek undir með hv. síðasta ræðumanni um það. Ég fagna því líka að með afgreiðslu þessa máls linni þeirri umræðu sem fram hefur farið í Suðurkjördæmi, að mér skilst, um dugleysi og slæleg vinnubrögð á Skipulagsstofnun sem rannsökuð voru í þessu máli og í ljós kemur að slíkar hugmyndir eru ekki réttar. Við getum því hér eftir (Forseti hringir.) beint sjónum að aðalatriðum í skipulagsmálum en ekki aukaatriðunum. Ég segi já.