140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

náttúruvernd.

225. mál
[18:16]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég treysti því að hæstv. ráðherra, þar sem hún er komin á staðinn, útskýri þetta frá sjónarhóli ráðuneytisins, en mig langar til að bæta einni spurningu við til hv. þingmanns. Nú fáum við væntanlega rammaáætlun fljótlega, vonandi, ef hún kemst einhvern tíma út úr ríkisstjórn og út úr þingflokkum stjórnarflokkanna. Hefur þessi kafli og þetta frumvarp einhver áhrif á röðunina í rammaáætluninni? Þarna er um að ræða friðlýsingar og takmarkanir á framkvæmdum. Er ekki óeðlilegt að koma með þetta frumvarp inn í þá vinnu sem er núna fyrir höndum við rammaáætlun? Er ekki verið að breyta leikreglunum í miðju ferli?