140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[15:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er einmitt vegna þess að verið er að undirbúa endurskoðun stjórnarskrárinnar eins vandlega og mögulegt er sem við biðjum um þessi afbrigði hér. Það er vegna þess að við samþykktum hér 22. febrúar að koma þessu máli í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en málið verður lagt fyrir Alþingi í haust og fer í þrjár umræður og verður rætt eins ítarlega og allir þingmenn kæra sig um. Við erum að leita álits þjóðarinnar og ætlum að gera það 30. júní ef þingið samþykkir. Ég skora á þingmenn að vera ekki hræddir við fólkið í landinu og skoðanir þess. (Gripið fram í: Heyr, heyr!) (Gripið fram í.)