140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[16:07]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn að hér kemur fram mál, stórt eða lítið, sem þarf að taka fyrir með afbrigðum. Ég verð að segja að mér finnst það undarleg yfirlýsing af hálfu formanns Sjálfstæðisflokksins að segja að það sé ekki boðlegt verklag.

Það sem við erum að gera er að framfylgja samþykkt Alþingis, ályktun Alþingis frá 22. febrúar sl., um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skuli leggja fram tillögu til þingsályktunar um að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla o.s.frv. Við erum að uppfylla samþykkt Alþingis. (Gripið fram í.) Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara voðalega óánægður með það að Alþingi hafi ályktað eitthvað, en að ætla sér að reyna að koma í veg fyrir framkvæmd slíkrar samþykktar með því að fara í heimdellingarleik um fundarsköp er mjög billegt. (Gripið fram í.)