140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

varamenn taka þingsæti.

[13:32]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa bréf frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Svandísi Svavarsdóttur, Þór Saari og Ögmundi Jónassyni um að þau séu erlendis og geti því ekki sinnt þingstörfum. Í dag taka sæti á Alþingi varamenn þeirra, Telma Magnúsdóttir, Ari Matthíasson, Valgeir Skagfjörð og Ólafur Þór Gunnarsson.

Ólafur Þór Gunnarsson og Valgeir Skagfjörð hafa áður tekið sæti á Alþingi á kjörtímabilinu og eru þeir boðnir velkomnir til starfa á ný.

Kjörbréf Telmu Magnúsdóttur og Ara Matthíassonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. mgr. 2. gr. þingskapa.

 

[Telma Magnúsdóttir, 6. þm. Norðvest., og Ari Matthíasson, 3. þm. Reykv. s., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]