140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:34]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa fjögur bréf um frestun á því að skrifleg svör berist við fyrirspurnum.

Frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 899, um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga. Gert er ráð fyrir að svar berist eigi síðar en 29. mars nk.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 914, um eignarhald á bifreiðum og tækjum, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga. Gert er ráð fyrir að svar berist eigi síðar en 30. mars nk.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 810, um nefndir, ráð og verkefnisstjórnir og starfshópa, frá Vigdísi Hauksdóttur. Upplýst er að enn eru tafir á svari en þess vænst að það muni berast eigi síðar en 29. mars.

Frá velferðarráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 924, um bifreiðamál hreyfihamlaðra og félagslega aðstoð, frá Kristjáni Þór Júlíussyni. Þar er enn verið að afla upplýsinga og nauðsynlegra gagna en þess farið á leit við forseta Alþingis að veittur verði frestur til 4. apríl nk. til að svara fyrirspurninni. Sá frestur er veittur.