140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði í upphafsræðu minni að sú gagnrýni hefði komið fram að þessar tillögur stjórnlagaráðs samrýmdust kannski ekki að öllu leyti orðalagi sem er í alþjóðasamningum sem við erum aðilar að, þ.e. verið er að vitna í sömu ákvæði en ekki með nákvæmlega sama orðalagi.

Sú gagnrýni hefur líka komið fram, enginn hefur reyndar getað bent mér á það, að atriði rekist hvert á annars horn. Það er það sem verið er að tala um. Það er ekki verið að tala um neinar efnislegar breytingar, engar. Það er ekki verið að tala um að þetta verði yfirfarið til að breyta neinu efnislegu áður en frumvarpið verður lagt fram. Og ef þingmenn hafa ekki skilið það enn, sem margir hverjir hafa heyrt það mjög oft, þá heyra þeir bara það sem þeir vilja heyra en ekki hitt.