140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í 79. gr. stjórnarskrárinnar sem er í gildi og hv. þingmaður hefur svarið eið að er það Alþingi sem leggur fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Getur Alþingi framselt þetta vald? Það held ég ekki. (Gripið fram í.) Ég held að Alþingi megi ekki framselja vald sem skráð er í stjórnarskránni, í stjórnarskrá sem við erum búin að sverja eið að. Sú hugsun að þjóðin eigi að greiða atkvæði um eitt stykki stjórnarskrá, og það eigi að fara í gegn, fær ekki staðist.

Síðan er spurningin um ákvæðið um að heimilt sé að ganga inn í önnur efnahags- og friðarsambönd eins og Evrópusambandið. Má þá ekki breyta því ákvæði heldur — þannig að ef þjóðin segir já, þá erum við komin inn í Evrópusambandið? Takk.